Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

LPGA: Jennifer Song best á fyrsta hring
Jennifer Song.
Fimmtudagur 1. mars 2018 kl. 09:30

LPGA: Jennifer Song best á fyrsta hring

Það er Jennifer Song sem er í forystu eftir fyrsta hring á HSBC Women's World Championship mótinu sem hófst í nótt. Song lék á 65 höggum, eða 7 höggum undir pari.

Hringurinn hjá Song var mjög stöðugur. Hún hóf leik á 10. braut og fékk tvo fugla á fyrri níu holunum. Á síðari níu holunum spýtti hún heldur betur í lófana og fékk fimm fugla. Hún endaði því hringinn á sjö höggum undir pari.

Jafnar í öðru sæti á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir, eru þær Eun-Hee Ji og Michelle Wie.

Aðeins 63 kylfingar eru á meðal þátttakenda og er enginn niðurskurður og því leika allar fjóra hringi í mótinu. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.