LPGA: Clanton og Suwannapura með örugga forystu þegar einum hring er ólokið
Þriðji hringur Dow Great Lakes Bay Invitational mótsins fór fram í dag og eru það þær Cydney Clanton og Jasmine Suwannapura sem eru í forystu fyrir lokahringinn. Þær eru með fimm högga forystu á næsta lið.
Mótið er ekki eins og önnur mót en í þessu móti leika tvær og tvær saman sem lið. Tvo hringi er leikinn fjórmenningur og hina tvo er leikinn betri bolti. Á þriðja hringnum var leikinn fjórmenningur og léku þær Clanton og Suwannapura best allra. Þær komu í hús á 63 höggum, eða sjö höggum undir pari. Samtals eru þær á 16 höggum undir pari.
Fjögur lið eru jöfn í öðru sæti á 11 höggum undir pari.
Stöðuna í mótinu má sjá hérna.