Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Kristín Sól semur við Rodgers State University
Kristín Sól Guðmundsdóttir varð stigameistari í flokki 17-18 ára í sumar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl. 16:54

Kristín Sól semur við Rodgers State University

Kristín Sól Guðmundsdóttir GM samdi á dögunum við Rogers State University skólann í Oklahoma í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Kristín Sól mun þar leika golf samhliða námi með liði skólans en hún stefnir á útskrift úr Kvennaskólanum í vor og heldur til Bandaríkjanna seinni part ágúst mánaðar. Á þessu ári varð Kristín Sól stigameistari á GSÍ mótaröð unglinga í flokki 17-18 ára.

Kristín mun bætast í hóp fjölmargra íslenskra kylfinga sem leika í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Þar af á Golfklúbbur Mosfellsbæjar nú fjóra fulltrúa en fyrir eru þau Arna Rún, Björn Óskar og Sverrir Haraldsson öll í skóla í Bandaríkjunum.


Mynd: Twitter síða Rogers State.