Karl Stenson fór „illa" með föður sinn í viðtali
Ungu mennirnir vöktu mikla athygli á PNC mótinu um síðustu helgi. Charlie Woods hefur verið mikið í sviðsljósinu en það voru fleiri en hann sem fóru á kostum.
Henrik og Karls Stenson enduðu í 8. sæti mótsins á 19 höggum undir pari. Karl Stenson sonur Henrik er aðeins 11 ára og mjög efnilegur kylfingur og stórkostlegur karakter. Hann vakti ekki síður athygli fyrir frammistöðu sína viðtölum en á golfvellinum. Hann á svo sem ekki langt að sækja það því faðir hans hefur alltaf verið skemmtilega hnyttinn í tilsvörum.
Í myndbandinu hér að neðan gerir hann góðlátlegt grín að föður sínum við mikla lukku viðstaddra.