Fréttir

John Paramor yfirdómari Evrópsku mótaraðarinnar látinn
Laugardagur 18. febrúar 2023 kl. 08:57

John Paramor yfirdómari Evrópsku mótaraðarinnar látinn

John Paramor einn virtasti golfdómari sögunnar er látinn 67 ára að aldri. John er minnst á síðu DP mótaraðarinnar, en hann var yfirdómari Evrópsku mótaraðarinnar í fjölda ára. John byrjaði að starfa hjá mótaröðinni árið 1976 eftir að hafa starfað í eitt ár sem kylfuberi. John var mjög frambærilegur kylfingur en gerðist yfirdómari mótaraðarinnar árið 1989 og tók mikinn þátt í breytingum sem gerðar voru á golfreglunum í seinni tíð þar sem hann vann mikið með R&A og USGA.

Einvher frægasti dómur John Paramor var á lokadegi Volvo Masters árið 1994 þegar Seve Ballesteros vildi fá lausn undan tré. Úrskurðurinn varð þekktur undir nafninu „grafdýra dómurinn“ (e. burrowing animal ruling) John starfaði á mótaröðinni allt til ársins 2021 þegar hann þurfti frá að hverfa vegna veikinda. Hann þótti nokkurs konar gúru meða golfdómara og var vel virtur meðal leikmanna.

Viðtalið hér að neðan er tekið í klúbbhúsi R&A í St.Andrews. Áhugaverður klukkutími fyrir harða golfáhugmenn.