Fréttir

Ungir íslenskir kylfingar að gera það gott á erlendri grundu
Gunnlaugur Árni með sigurverðlaunin fyrir einstaklingsmótið.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 09:08

Ungir íslenskir kylfingar að gera það gott á erlendri grundu

Íslendingar eiga marga bráðefnilega kylfinga sem eru að keppa á erlendri grundu og voru þrír þeirra í sviðsljósinu á dögunum. Gunnlaugur Árni Sveinsson vann mjög sterkt mót á háskólamótaröðinni í Bandaríkjunum, Róbert Leó Arnórsson lenti í öðru sæti á öðru sterku móti í bandaríska háskólagolfinu og skólinn hans vann mótið og Markús Marelsson vann Global junior mót í Danmörku, sem telur til stiga á heimslista áhugakylfinga.

Gunnlaugur Árni leikur með geysisterku liði Lousiana State, vann Blessing collegiate invitational og skólinn vann líka mótið.

Hér er hægt að lesa nánar um mótið

Viðtal við Gunnlaugur á kylfingur.is, tekið í fyrra

Róbert Leó sem leikur með liði Manhattan University, lenti í öðru sæti í mótinu og skólinn vann mótið.

Hér er hægt að lesa nánar um mótið

Viðtal við Róbert á kylfingur.is, tekið í fyrra

Að lokum vann Markús Marelsson öruggan sigur á Global junior móti í Damörku en mótið telur til stiga á heimslista áhugakylfina. Markús vann mótið 9 högga mun.

Viðtal við Markús á kylfingur, tekið í fyrra

Róbert Leó er bráðefnilegur kylfingur.
Markús hefur nánast frá fæðingu verið mjög efnilegur kylfingur