Fréttir

Guðrún Brá í 12. sæti á Spáni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 5. október 2024 kl. 16:15

Guðrún Brá í 12. sæti á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð í 31. sæti á lokamóti LET access mótaraðarinnar í Evrópu sem fram fór á Spáni. Guðrún lék á einu höggi yfir pari (75-68-74) og endaði í 21. sæti stigalistans.

Guðrún lék á tólf mótum á keppnistíðinni og komst í gegnum niðurskurðinn níu sinnum. Hún vann sér inn um 8500 evrur eða tæplega 1300 þúsund krónur.

Ragnhildur Kristinsdóttir var einnig meðal keppenda á mótinu. Hún lék á 80-70 og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún endaði í 86. sæti stigalistans.

Ragnhildur lék á 11 mótum og komst sex sinnum í gegnum niðurskurðinn. Verðlaunafé hennar á árinu nemur um 335 þús. kr.

Ragnhildur verður meðal keppenda á fyrra stigi úrtökumótanna fyrir LET Evrópumótaröðina en Guðrún Brá sleppur við það vegna árangurs hennar og kemst beint inn á seinna stigið.

Árangur Guðrúnar 2024. Sjá hér.

Árangur Ragnhildur 2024. Sjá hér.