Fréttir

John Daly boðin þátttaka í Arnold Palmer Invitational
John Daly
Þriðjudagur 14. mars 2017 kl. 15:39

John Daly boðin þátttaka í Arnold Palmer Invitational

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Arnold Palmer Invitational og er þetta fyrsta skiptið sem mótið er leikið eftir að Arnold Palmer féll frá síðasta haust.

Marga af bestu kyfingum heims vantar og hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort að fráfall Palmers hafi eitthvað með það að gera.

Nú hefur kempunni John Daly verið boðin þátttaka, en hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum.

Daly hefur ekki spilað í mótinu í 10 ár, en hann segir að Bay Hill völlurinn og þetta mót sé eitt af sínum uppáhalds mótum og bíður hann spenntur eftir að hefja leik á fimmtudaginn.