Hólmar Freyr og Darren Farley nýir vallarstjórar GR
Hólmar Freyr Christiansson og Darren Farley hafa tekið við sitthvorum vellinum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem vallarstjórar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GR en þeir taka við af Birki Má Birgissyni sem hætti störfum sem yfirvallarstjóri hjá klúbbnum á síðasta ári.
Hólmar Freyr mun sinna vallarstjórn á Korpu og Darren mun vera vallarstjóri í Grafarholti.
Báðir hafa þeir miklar reynslu af vallarstjórn og unnið á golfvöllum erlendis. Meðal þeirra golfklúbba sem Darren hefur unnið fyrir eru: Highwoods GC, Westerham GC, The Royal Automobile Club, Silvermere GC og Horton Park GC.
Darren Farley mun sjá um Grafarholtsvöll.
Hólmar Freyr sér um Korpuna.