Fréttir

Heimslisti karla: Adam Long hástökkvari vikunnar
Adam Long
Mánudagur 21. janúar 2019 kl. 08:00

Heimslisti karla: Adam Long hástökkvari vikunnar

Nýr heimslisti hefur verið birtur eftir mót helgarinnar og eru engar breytingar á efstu 10 mönnum. Justin Rose situr sem fastast í efsta sætinu, rétt um 0,15 stigum á undan Brooks Koepka. 

Það er samt sigurvegar helgarinnar á PGA mótaröðinni, Adam Long, sem er hástökkvari vikunnar. Eftir sigurinn er Long kominn í 133. sæti heimslistans en fyrir helgina var hann í 417. sæti. Það þýðir að hann fór upp um heil 284 sæti.

Shane Lowry bar sigur úr býtum á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu og við það fór hann upp um 34 sæti. Hann situr nú í 41. sæti heimslistans.

Listann í heild sinni má sjá hérna.