Guðrún Brá mætir til leiks á Evrópumótaröð kvenna á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mætir til leiks að nýju á Evrópumótaröð kvenna á morgun þegar Tipsport Czech Ladies Open mótið hefst. Mótið fer fram á Beroun vellinum sem staðsettur er rétt fyrir utan Prag, höfuðborg Tékklands.
Síðasta mót hjá Guðrúnu á mótaröðinni var Jabra Ladies Open mótið en þá endaði hún jöfn í 59. sæti. Í milli tíðinni kom Guðrún heim þar sem hún sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni.
Á morgun hefur Guðrún leik klukkan 8:18 að staðartíma og byrjar hún á 10. holu. Með henni í holli eru þær Anne-Charlotte Mora frá Frakklandi og Stina Resen frá Noregi.