Guðmundur Rúnar og Andrea klúbbmeistarar GS 2022
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Andrea Ásgrímsdóttir eru klúbbmeistarar GS 2022.
Guðmundur Rúnar lék hringina fjóra á 295 höggum (69-77-69-80) eða samtals á 7 höggum yfir pari Hólmsvallar í Leiru, þremur höggum betur en Pétur Þór Jaidee. Logi Sigurðsson og Róbert Smári Jónsson voru jafnir í 3. sæti einu höggi á eftir Pétri Þór.
Andrea lék hringina fjóra á 344 höggum (86-84-82-92) eða samtals á 56 höggum yfir pari vallarins. Rut Þorsteinsdóttir hafnaði í öðru sæti, 21 höggi á eftir Andreu.