Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Fyrsta stóramót ársins fellt niður - mikil bleyta á Garðavelli
Bestu kylfingar landsins munu ekki keppa á Garðavelli um helgina.
Miðvikudagur 17. maí 2023 kl. 07:19

Fyrsta stóramót ársins fellt niður - mikil bleyta á Garðavelli

Fyrsta stigamóti ársins á GSÍ mótaröðinni sem fara átti fram á Garðavelli á Akranesi 19.-21. maí hefur verið fellt niður. Veður- og vallarskilyrði er ástæðan en mikil rigning hefur verið að undnförnu og er spáð næstu daga. 

Tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks.   „Völlurinn er blautur og hefur ekki náð að drena sig mikið vegna frosts sem liggur djúpt í jarðveginum. Okkur þykir þetta mjög miður en við munum taka vel á móti ykkur að ári og vonum að þið eigið gott golfsumar fram undan,“ segir í tilkynningunni frá Leyni.

Það verður því ekki fyrr en um næst mánaðarmót, 2.-4. júní sem bestu kylfingar landsins munu mæta til leiks en það verður á Hólmsvelli í Leiru.