Fimmtán ára með albatross á Hlíðavelli
Pamela Ósk Hjaltadóttir, fimmtán ára kylfingur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar komst í lítinn hóp kylfinga hér á landi sem hafa farið holu á albatross, 3 undir pari. Hún var við leik á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina.
Pamela náði þessum einstaka áfanga á 13. braut Hlíðavallar. Hún tók blending á teig og átti 176 metra í stöng eftir upphafshöggið á þessari par 5 braut. Hún reif upp 5-járn og smellhitti það. Boltinn endaði í holu á tveimur höggum, albatross, eða tvöfaldur örn sem er afar sjaldgæfur. Flestir hafa náð þessu afreki á par 5 brautum en nokkur dæmi eru um þegar kylfingar fara holu í höggi par 4 braut.