Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Valdís komst ekki áfram
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 29. nóvember 2019 kl. 16:07

Evrópumótaröð kvenna: Valdís komst ekki áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir GL komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Andalucia Costa del Sol Open mótinu sem fram fer á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Valdís lék fyrstu tvo hringi mótsins á 9 höggum yfir pari og er því úr leik að þessu sinni. Líklega hefði Valdís þurft að leika á 5 höggum yfir pari í heildina til þess að komast áfram en síðustu keppendur eru nú að klára annan hringinn.

Á hring dagsins fékk Valdís alls tvo tvöfalda skolla, tvo skolla og þrjá fugla en hún lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari.


Skorkort Valdísar í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.