Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Ellefu ára fór holu í höggi á einni erfiðustu holu landsins
Jóhann og félagar hans fengu verðlaun þegar þeir komu í golfskála að leik loknum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 12:09

Ellefu ára fór holu í höggi á einni erfiðustu holu landsins

Jóhann Gunnar Jóhannsson, ellefu ára kyflingur í Golfklúbbi Suðurnesja bættist í hóp einherja sem hafa farið holu í höggi á einni erfiðustu braut landsins, Bergvíkinni á Hólmsvelli í Leiru. Hann er sá þriðji sem nær draumahögginu á þessari mögnuðu braut í sumar.

Bergvíkin er um 150 metra löng og teighöggið er eitt það erfiðasta á landinu svo ekkert nema alvöru golfhögg rata rétta leið en þúsundir golfbolta hafa endað í hafinu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Bræðurnir og vinir hans, Eiríkur og Einar voru með Jóhanni þegar hann sló draumahöggið og fengu þeir verðlaun við hæfi frá Guðmundi Rúnari veitingamanni í Leiru í tilefni dagsins þegar komið var í skála að leik loknum.