Cameron Young leiðir á RBC Heritage
Skilaði skollalausum átta fugla hring í gær
Fyrsta hring RBC Heritage á PGA mótaröðinni lauk í gær í Suður-Karólínu. Það er nýliðinn Cameron Young frá Bandaríkjunum sem leiðir eftir frábæran skollalausan hring en hann lék Harbour Town strandvöllinn á 63 höggum eða á 8 höggum undir pari.
Young er með tveggja högga forskot á Sílemanninn Joaquin Niemann en það var einmitt Niemann sem sigraði á Genesis Invitational í febrúar þegar Young var jafn í öðru sæti.
Stöð 2 Golf sýnir beint frá öllum keppnisdögunum á mótinu. Útsendig frá öðrum hring hefst í kvöld klukkan 19:00.