Brandon Matthews sýndi aðdáenda sem öskraði í miðju pútti mikinn skilning
Bandaríkjamaðurinn Brandon Matthews stóð yfir tæplega 3 metra pútti á Open de Argentina mótinu á sunnudaginn til þess að framlegnja bráðabanan milli hans og Ricardo Celia. Ásamt því að fá tæplega fjórar milljónir íslenskra króna fékk sigurvegari mótsins líka þátttökurétt á Opna mótinu á næsta ári.
Í miðri strokunni hjá Matthews öskraði aftur á móti einn af áhorfendum mótsins og missti hann púttið í framhaldinu.
„Ég hélt að einhver hefði gert þetta viljandi,“ sagði Matthews eftir mótið.
Einn af stjórnendum PGA Tour Latinoamerica mótaraðarinnar, Claudio Rivas, tilkynnti Matthews eftir atvikið að einstaklingur með Downs heilkenni hafi misst stjórn á tilfinningum sínum. Matthews vildi ólmur hitta manninn og áttu þeir fallega stund saman.
Besti vinur Matthews átti systur með Downs heilkenni og samkvæmt Rivas þá var Matthews gráti næst þegar að hann heyrði hvað af þessum aðdáenda.
„Ég tók utan um hann og spurði hann: 'Er allt í lagi? Ertu ekki að skemmta þér vel?' Ég vildi bara vera viss um að hann væri að skemmta sér og honum ætti ekki að líða illa yfir því sem hafi gerst af því ég vildi að hann vissi ég væri ekki fúll út í hann. Þess vegna átti hann ekki að vera fúll út í sig. Það er ástæðan fyrir því að ég vildi hitta hann.“
„Sumir hlutir eru stærra en golf,“ sagði Matthews. „Og þetta var einn af þeim.“