Fréttir

Bestu kylfingar heims á skólabekk - hvernig þeir eigi að vera áhrifavaldar!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2025 kl. 09:53

Bestu kylfingar heims á skólabekk - hvernig þeir eigi að vera áhrifavaldar!

Nokkrir af bestu kylfingum heims voru settir á skólabekk í síðustu viku, skömmu fyrir Dubai Desert Classic mótið á DP mótaröðinni. Áhrifavaldurinn Hannah sem er heimsþekkt á samfélagsmiðlum tók nokkra í kennslustund og sýndi þeim hvernig þeir eigi að hjálpa golfíþróttinni, sem hefur hingað til þótt vera oft á tíðum í þyngri kantinum og til að fá meira fjör, þarf að vera meira fjör.

Englendingurinn Tommy Fleetwood póstaði á samfélagsmiðlinum X og sagði að þetta væri fáránlegt. „Ég er kylfingur, ekki áhrifavaldur..“

Meðfylgjandi er skemmtilegt myndskeið frá kennslustundinni.