Fréttir

Besti árangur karlaliðsins frá upphafi - 11. sæti á EM 50+
Efri röð frá vinstri: Ólafur Hreinn, Sigurbjörn, Ásgeir Jón, Halldór Ásgrímur, neðri röð frá vinstri Guðlaugur Kristjánsson, liðsstjóri, Tryggvi Valtýr og Jón Gunnar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 4. september 2022 kl. 13:18

Besti árangur karlaliðsins frá upphafi - 11. sæti á EM 50+

Ísland endaði í 11. sæti af 23 þjóðum á Evrópumóti 50 ára og eldri karla sem fram fór fram í Tallinn í Eistlandi. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náði í þessari keppni. Leikið var á Estonian Golf & Country Club.

Eftir höggleikinn lék liðið í B-flokki eftir að hafa lent í 15. sæti og vann tvær viðureignir af þremur, hafði betur gegn Finnum og Belgum en tapaði gegn Austurríki. 

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Í íslenska liðinu voru Tryggvi V. Traustason, Ólafur H. Jóhannesson, Sigurbjörn Þorgeirsson, Halldór Ingólfsson, Jón Trausti og Ásgeir Guðbjartsson. 

Sigurbjörn náði bestu árangri í höggleiknum og endaði í 38. sæti á 7 yfir pari. Næstir voru Ólafur á +12 og Tryggi á +13.

Svíar sigruðu, England í 2. sæti og Írar lentu í 3. sæti.

Landslið karla var þannig skipað og skor þeirra í höggleiknum:
Ásgeir Jón Guðbjartsson 84 – 88
Halldór Ásgrímur Ingólfsson 81 -79
Jón Gunnar Traustason 81 – 82
Ólafur Hreinn Jóhannesson 73 – 83
Sigurbjörn Þorgeirsson 77 – 74
Tryggvi Valtýr Traustason 74 – 83