Örninn 2023 fatnaður
Örninn 2023 fatnaður

Fréttir

Arnar Geir og Anna Karen klúbbmeistarar GSS 2022
Systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir eru klúbbmeistarar GSS 2022. Ljósmynd: Hjörtur Geirmundsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 31. júlí 2022 kl. 07:07

Arnar Geir og Anna Karen klúbbmeistarar GSS 2022

Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir eru klúbbmeistarar GSS 2022.

Arnar Geir lék hringina fjóra á 303 höggum (73-76-76-78) eða samtals á 15 höggum yfir pari Hlíðarendavallar, 14 höggum betur en Atli Freyr Rafnsson. Hákon Ingi Rafnsson varð þriðji, tveimur höggum á eftir Arnari Geir.

Anna Karen lék hringina fjóra á 314 höggum (79-81-78-76) eða samtals á 26 höggum yfir pari vallarins. Árný Lilja Árnadóttir hafnaði í öðru sæti á samtals 58 höggum yfir pari og Hildur Heba Einarsdóttir varð þriðja, sex höggum á eftir Árnýju.

Lokastaðan á mótinu