Andri Þór komst í gegnum niðurskurðinn í Svíþjóð
Hinir Íslendingarnir eru úr leik
Andri Þór Björnsson úr GR komst í gegnum niðurskurðinn á PGA Championship Landeryd Masters í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic Golf League.
Hann lék á 70 höggum eða á 1 höggi undir pari á öðrum hringnum og er samtals á 3 höggum undir pari Vesterby vallarins í 32.-44. sæti eins og sakir standa. Andri fékk þrjá skolla og fjóra fugla á hringnum.
Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem var á pari eftir fyrsta hring, lék á 74 höggum í dag eða á 3 höggum yfir pari vallarins. Hann lauk því leik í dag á samtals 3 höggum yfir pari en niðurskurðu miðaðist við 2 högg undir par. Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð og var á 1 höggi undir pari eftir fyrsta hringinn, lék á 76 höggum á öðrum hringnum eða á 5 höggum yfir pari vallarins og lauk leik á samtals 4 höggum yfir pari.
Daninn Christian Jacobsen er einn í forystu á 12 höggum undir pari, einu höggi á undan Rasmus Holmberg frá Svíþjóð.