Fréttir

Andri Þór í forystu eftir fyrsta dag - mikil spenna í karlaflokki
Andri Þór lék best allra í fyrsta hring. Kylfingsmyndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 18:56

Andri Þór í forystu eftir fyrsta dag - mikil spenna í karlaflokki

Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur lék best allra í karlaflokki á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli. Andri kom inn á fjórum höggum undir pari. Fjölmargir kylfingar koma í kjölfarið og nokkuð ljóst að keppnin verður geysi hörð.

Tveir félagar hans úr GR, þeir Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon eru aðeins höggi á eftir Andra.

Andri var mjög sáttur með hringinn en var þó í basli í byrjun hrings. 

„Já, þetta var fínasti hringur. Slátturinn var þó ekki góður á fyrstu þremur brautunum. Ég þurfti að setja niður 6-7 metra pútt fyrir pari á fyrstu holu og þurfti síðan að hafa fyrir pörunum á næstu tveimur en eftir það fór ég í svaka gír og fékk fimm fugla á sex holum. Pútterinn var heitur og ég setti niður góð pútt. Svo var þetta aðeins rólegra á seinni níu holunum, pútterinn ekki alveg eins heitur en fínasta golf, tapaði aðeins einu höggu og var oft nálægt að bæta við fuglum. Völlurinn er frábær. Ég held ég hafi ekki leikið á jafn flottum golfvelli á Íslandi áður. Ég hlakka bara til næstu daga,“ sagði Andri Þór Björnsson sem er búinn að vera nokkur lengi í toppbaráttuni í íslensku golfi.

Á eftir GR-ingunum koma fjórir kylfingar, tveimur höggum á efstir Andra, þar á meðal tveir Suðurnesjamenn. Einn elsti kylfingurinn í mótinu og stigameistari GSÍ árið 2001, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson var fyrstur í hús með gott skor snemma dags og kom inn á tveimur undir pari. Sama gerði ungstirnið úr GS, Logi Sigurðsson. Atvinnumaður Íslendinga á DP Evrópumótaröðinni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG og Íslandsmeistarinn 2021, Aron Snær Júlíusson úr GKG eru ei Þeir léku báðir á 69 höggum og eru í 4.-7. sæti.

Í 8.-11. sæti koma fjórir kunnir kylfingart, þeir Hlynur Geir Hjartarson frá Selfossi, Hlynur Bergsson úr GKG, Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG og Birgir Björn Magnússon úr GK.

Hákon Örn Magnússon er annar á -3.

Aron Snær Júlíusson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru í toppbaráttuni.

Staðan eftir fyrsta hring.