Amanda Guðrún og Sigurður Már Íslandsmeistarar í holukeppni 17-18 ára
Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram um helgina á Húsatólftavelli í Grindvavík. Í flokki 17-18 ára stóðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Sigurður Már Þórhallsson uppi sem sigurvegarar.
Annað árið í röð verður Amanda Guðrún Íslandsmeistari í holukeppni en hún varð Íslandsmeistari í fyrra þegar hún lék í flokki 15-16 ára. Í dag hafði hún betur gegn Zuzönnu Korpak í úrslitaleiknum, 7/5.
Í leiknum um þriðja sætið léku þær Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir. Þar hafði Heiðrún betur gegn Önnu 2/1.
17-18 ára stúlkur:
1. Amanda G. Bjarnadóttir, GHD.
2. Zuzanna Korpak, GS
3. Heiðrún Hlynsdóttir, GOS
4. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG.
Í strákaflokki tryggði Sigurður Már Þórhallsson sér Íslandsmeistaratitil með sigri gegn Ragnari Má Ríkarðssyni í leik sem fór alla leið á 18. holu. Leikurinn fór 1/0.
Svipuð spenna var í leiknum um þriðja sætið en þar vann Arnór Snær Guðmundsson einnig á 18. holu eftir harða baráttu gegn Ingvari Andra Magnússyni.
17-18 ára piltar:
1. Sigurður Már Þórhallsson, GR.
2. Ragnar Már Ríkharðsson, GM
3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD.
4. Ingvar Andri Magnússon, GR.
Verðlaunahafar í strákaflokki. Mynd: [email protected]