Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Ást við fyrstu sýn á Skagaströnd
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl. 13:56

Kylfingur dagsins: Ást við fyrstu sýn á Skagaströnd

Golfkennarinn og afrekskylfingurinn Sigurpáll Geir Sveinsson hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Hann reyndi fyrir sér sem atvinnumaður á sínum tíma og frægasti kylfingurinn sem hann hefur spilað með er Englendingurinn Justin Rose. Siggi Palli er kylfingur dagsins.


Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? 1987. 

Prófaði fyrst kylfur hjá systur mömmu á Skagaströnd og það varð ást við fyrstu sýn.

Helstu afrek í golfinu? 

Íslandsmeistari karla þrisvar sinnum. Reyndi fyrir mér sem atvinnumaður en fékk aldrei nægilega mikla styrki til að geta sinnt því vel og því fór sem fór.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? 

Man ekki eftir neinu svaðalegu. Lenti samt í því á St. Andrews fyrir 2 árum að vera 1 metra frá því að slá út fyrir vallarmörk vinstra megin á 18. holunni. Þess má geta að hún er ekki nema 117 metra breið.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? 

7 sinnum. Finnland, Akureyri og 5 sinnum á Hellishólum í Fljótshlíð.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? 

Justin Rose.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Allt of mikið. Þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að tala um. 

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? 

Upphafshöggin.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? 

Tja, það er eiginlega ekkert að frétta. Er með heimaæfingar fyrir þá sem ég þjálfa. Hef samt trú að að þegar þessu lýkur mun þetta verða golfsumarið mikla því golfvöllurinn er einn öruggasti staður til að vera á á þessum tímum.


Sigurpáll Geir Sveinsson

Aldur: 44 

Klúbbur: GS/GÞH

Forgjöf: +0.7

Uppáhalds matur: Nautalund

Uppáhalds drykkur: Kók

Uppáhalds kylfingur: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Ian Poulter 

Þrír uppáhaldsgolfvellir: GAi, GS og GÞH.

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 18. á Akureyri, Bergvíkin í Leiru og 8. á Hellishólum í Fljótshlíð

Erfiðasta golfholan:  15.í Kiðjabergi

Erfiðasta höggið: Holu í höggi höggið
Ég hlusta á: Bylgjuna en er mikið fyrir íslenska tónlist. (gamall Sálar aðdáandi) 

Besta skor: 64 (-8) Lake Charles Country Club? 

Besti kylfingurinn? Greg Norman

Golfpokinn:

Dræver: Srixon Z785

Brautartré: ZF85

Járn: Srixon Z-forced

Fleygjárn: Cleveland

Pútter: Odyssey 2-ball. (2002 model)

Hanski: Srixon

Siggi Palli hefur sjö sinnum farið holu í höggi og þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik. Rauðu buxurnar voru „legend“.