Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Van Zyl leiðir í Suður-Afríku
Fimmtudagur 14. febrúar 2013 kl. 22:33

Van Zyl leiðir í Suður-Afríku

Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku er efstur eftir fyrsta keppnisdag á Africa Open mótinu sem fram fer á..

Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku er efstur eftir fyrsta keppnisdag á Africa Open mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Van Zyl lék hringinn í dag á 66 höggum eða sex höggum undir pari.

Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik en Adilson da Silva frá Brasilíu er annar á fimm höggum undir pari og Englendingurinn John Parry kemur svo þar á eftir á fjórum höggum undir pari.

Leikið er á East London vellinum í Eastern Cape, Suður-Afríku. Talsverður vindur var í dag og þurfti að stöðva leik eftir að boltar fóru að fjúka til á flötunum. Fyrsta hring lýkur í fyrramálið.

Staðan í mótinu


Jaco van Zyl er efstur á East London vellinum.