Fréttir

Unglingur sló stjörnunum við og tryggði sér þátttökurétt á Opna mótinu
Curtis Knipes
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 2. júlí 2019 kl. 22:34

Unglingur sló stjörnunum við og tryggði sér þátttökurétt á Opna mótinu

Hinn 18 ára gamli Curtis Knipes tryggði sér um helgina farseðil á Opna risamótið með því að sigra á 36 holu úrtökumóti sem leikið var á Prince's links vellinum.

Líkur Knipes voru ekki frábærar en aðeins þrjú sæti voru í boði á Opna risamótinu og stór nöfn líkt og David Howell, Matt Southgate og Gregory Bourdy á meðal keppenda. Knipes gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann mótið á 9 höggum undir pari. 

David Howell, sem hefur verið í tveimur sigurliðum Ryder bikarsins, missti af sæti á Opna risamótinu með aðeins einu höggi en hann lék á 7 höggum undir pari. Howell fær tvö tækifæri í viðbót til þess að komast inn í mótið, Irish Open, sem hefst á morgun og Scottish Open sem fram fer í næstu viku.