Baráttan er erfið hjá minni spámönnunum - hélt þátttökurétti með frábærum lokahring
Það er misjöfn baráttan í heimi atvinnumanna. Bandaríkjamaðurinn Joel Dahmen er einn af minni spámönnunum á PGA mótaröðinni og hann lék sinn besta hring á árinu á síðasta degi RSM Classic mótinu, því síðasta á mótaröðinni á leiktíðinni. Dahmen lék hann á 64 höggum, sex undir pari og setti niður um 3 metra pútt á lokaflötinni. Það hjálpaði honum í að enda í 124. sæti mótaraðarinnar í ár en 125 efstu halda þátttökurétti sínum.
Joel hefur sigrað á einu móti á PGA mótaröðinni en hann öðlaðist þátttökurétt árið 2017. Hann var einu sinni í topp 10 á árinu, einu sinni meðal 25 efstu og náði 19 sinnum í gegnum niðurskurðinn í þrjátíu mótum. Heildarvinningsfé ársins hjá kappanum nam 1,3 milljónum dollara eða 187 milljónum króna. Ekko svo slæmt en kylfusveinninn hefur fengið um 5-7% af því eða um það bil 13 milljónir eða um milljón á mánuði.
Dahmen sem við köllum minni spámann hefur unnið sér inn um 1.75 milljarð á keppnisferlinum frá árinu 2017. Ekki svo slæmt fyrir kylfing sem hefur sjaldan verið meðal bestu frá því hann komst á mótaröðina. Það sýnir það að þeir sem halda þátttökuréttinum á PGA hafa það vel sæmilegt.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Joel eftir lokahringinn í síðasta mótinu - þegar ljóst var að hann hélt þátttökuréttinum.
Rising to the occasion.
Behind the scenes with @Joel_Dahmen as he secures full status for the 2025 season @TheRSMClassic. pic.twitter.com/BzlLgBpCpJ
"It's official." 🥹
@Joel_Dahmen was overcome with emotion after finishing inside the bubble to keep his TOUR card and full status for the 2025 season. pic.twitter.com/QPNKQLKwfv