Tiia Koivisto sigraði á Jabra Ladies Open
Jabra Ladies Open á Evrópumótaröðinni lauk á laugardag með sigri hinnar finnsku Tiia Koivisto á fyrstu holu bráðabana gegn Whitney Hillier frá Ástralíu, sem leiddi fyrir lokahringinn. Koivisto lék á 66 höggum á lokahringnum og tryggði sér bráðabana með fugli á 18. holu. Hillier, sem var þremur höggum á undan hinni finnsku fyrir hringinn, lék á 69 höggum. Báðar luku þær leik á samtals 6 höggum undir pari.
Tiia Koivisto has done it! 🏆
— Ladies European Tour (@LETgolf) May 21, 2022
The Finn holds her nerve to birdie the playoff hole, as she wins her maiden LET title!
That also sees her qualify for her first ever Major this summer at @EvianChamp 🌟#RaiseOurGame | #JabraLadiesOpen pic.twitter.com/T9slXy5gip
Okkar konur, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, voru á meðal þátttakenda en komust ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni. Guðrún Brá var grátlega nálægt en hún tapaði sex höggum á síðustu fimm holunum og var einu höggi frá því að komast áfram.
Næsta mót á Evrópumótaröðinni er í Belgíu dagana 27.-29. maí. nk. Ólafía Þórunn er skráð til leiks en Guðrún Brá mun hlaða batteríin og koma aftur inn á mótaröðina á Ladies Italian Open 2.-4. júní nk.
Maja Stark continues to lead the way in the #RaceToCostaDelSol rankings, while a win in France moves Tiia Koivisto up to fifth 📊#RaiseOurGame pic.twitter.com/O4B2GN48Uo
— Ladies European Tour (@LETgolf) May 23, 2022