Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Þrítugur PGA kylfingur látinn
Murray við leik á PGA mótinu í síðustu viku. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 26. maí 2024 kl. 10:59

Þrítugur PGA kylfingur látinn

Golfheimurinn er í áfalli eftir andlát þrítugs atvinnukylfings, Bandaríkjamannsins Grayson Murray. Hann lést á laugardagsmorgun en hann lék annan hringinn á Charles Schwab mótinu á PGA mótaröðinni á föstudag en hætti leik þegar þrjár brautir voru eftir og gaf þá skýringu að honum liði ekki vel, væri veikur. Ekki hefur komið fram hver dánarorsök eru.

Murray lék á PGA risamótinu í síðustu viku og endaði í 43. sæti. Hann sigraði á Sony mótinu í upphafi árs þegar hann hafði betur gegn Byeong HHun An og Keegan Bradley í bráðabana. Murray átti einn titil fyrir frá árinu 2017 sem var hans fyrsta ár á PGA mótaröðinni.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Murray hafði glímt við áfengisfíkn og andlega vanheilsu. Hann hafði sagt frá því áður. 

Framkvæmdastjóri PGA mótaraðarinnar tilkynnti um andlátið á mótinu og sagði að hann hafi verið í sambandi við foreldra Murray sem vildu að Charles Schwab mótið héldi áfram. Sjónvarpsmenn sem lýstu mótinu og voru meirir og sorgmæddir þegar þeir ræddu þennan sorglega atburð.