Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumóti fyrir LET Evrópumótaröðina í Marrakech í Marokkó. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þremur höggum frá niðurskurðinum eftir fjóra hringi en Guðrún mun leika tvo hringi til viðbótar.
Car mun hún freista þess að vinna sig upp listann til að tryggja sér betri þátttökurétt á LET en með þessum árangri, að vera meðal 65 efstu er ljóst að hún mun komast á einhver mót en þátttökurétturinn er takmarkaður,
Guðrún lék á einu höggi yfir pari þar sem niðurskurðurinn var, hún lék mun betur á hring 3 og 4 og var þá báða undir pari (73-77-70-71).
Ragnhildur endaði á +4 og vantaði þrjú högg upp á að komast í gegnum niðurskurðinn. (73-77-74-70).