Fréttir

Þrír kylfingar á Evrópumótaröð kvenna með Covid-19
Solheim fyrirliðinn Catriona Matthew er með Covid-19.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 3. nóvember 2020 kl. 17:26

Þrír kylfingar á Evrópumótaröð kvenna með Covid-19

Kylfingarnir Annabel Dimmock, Catriona Matthew og Ursula Wikström munu ekki spila á OMEGA Dubai Moonlight Classic sem fer fram í vikunni á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ástæðan er sú að þær greindust allar með Covid-19 stuttu fyrir mótið.

Líkt og aðrar stærstu mótaraðir heims er strangt ferli í kringum mótin á Evrópumótaröð kvenna og fara umræddir kylfingar nú í 14 daga sóttkví.

OMEGA Dubai Moonlight Classic hefst á morgun, miðvikudag og klárast 6. nóvember. Mótið er haldið á Faldo vellinum hjá Emirates golfklúbbnum í Dúbaí.


Annabel Dimmock. Mynd: golfsupport.nl.


Ursula Wikström. Mynd: golfsupport.nl.