Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Spilaði fimm golfvelli á einum sólarhring
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 14. júní 2024 kl. 10:38

Spilaði fimm golfvelli á einum sólarhring

Sumir vilja meina að golfíþróttin sé annað hvort sameiningarafl hjóna/para, eða sannkallaður hjónadjöfull ef annar makinn er ekki í golfi því eins og við vitum öll getur golfið verið tímafrekt. Nú verður ekki lagt mat á hvoru megin Dave frá Minneapolis í Bandaríkjunum er og ekki heldur vitað hvort konan hans sé í golfi. Dave var á Íslandi á dögunum og afgreiddi líklega allt golf Íslandsdvalarinnar á einum sólarhring en þennan skemmtilega pistil hér að neðan birti Ásgeir Jón Guðbjartsson á Facebook-síðu sinni en hann er meðlimur í golfklúbbnum Oddi og var að leika á Urriðavelli fyrir þremur dögum ásamt Sigríði Laufeyju Jónsdóttur og einum öðrum.

Þessi með hvíta hattinn heitir Dave frá Minneapolis, hann hefur spilað fimm velli á Íslandi, sem er kannski ekkert merkilegt nema vegna þess að hann spilaði þá alla í dag 😂  75 holur lágu í valnum hjá Dave í dag en hann er að ferðast með konunni sinni og hún leyfði honum að fara í golf í einn dag, þetta myndi ég segja að væri asskoti góð nýting á einum golfdegi ⛳️

Leiran 18 holur
Bakkakot 9 holur
Mosó 18 holur
Brautarholt 12 holur
Oddur 18 holur
Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024