Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Sjötti sigurinn á árinu hjá Scheffler
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2024 kl. 11:06

Sjötti sigurinn á árinu hjá Scheffler

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi hristi af sér timburmenn frá Opna bandaríska mótinu og vann sinn sjötta sigur á Travellers mótinu (og tólfta í heildina) á PGA mótaröðinni á árinu eftir að hafa haft betur gegn Tom Kim, ungstirninu frá S-Kóreru í bráðabana.

Keppnin var mjög jöfn og aðeins munaði fimm höggum frá níunda sæti í það fyrsta. Flestir af bestu kylfingum PGA mótaraðarinnar voru meðal þátttakenda þó þeir hafi verið á OPNA bandaríska mótinu vikuna á undan. Að vísu vantaði tvær aðal stjörnurnar á því móti, Rory McIlroy sem tók sér frí og sigurvegarann þar, Bryson DeChambaeu en hann keppir á LIV mótarröðinni.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Tom Kim jafnaði við Scheffler á 72. holu með fugli en tapaði svo í bráðabana á sömu braut þegar hann sló innáhöggið í glompu og boltinn hans endaði í „spældu eggi“ og var grafinn í sandinn. Fékk skolla og eftirleikurinn því auðveldur fyrir besta kylfing heims að klára sjötta sigurinn á tímabilinu.

Afrekið er sérstakt og magnað. Aðeins Arnold Palmer hefur náð því aáður að sigra sex sinnum fyrstu sex mánuði ársins. Palmer bætti sjöunda sigrinum við í júlí á OPNA mótinu sem haldið var á Troon vellinum í Skotlandi. Sceffler er einmitt á leiðinni þangað og gæti haldið áfram að jafna afrek gamla meistarans. Það verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á OPNA mótinu á Troon vellinum í Skotlandi um miðjan júlí, síðasta risamóti ársins.

Tveir af sigrunum hjá Scheffler á árinu eru á Players og Masters sem eru tvö af fimm sterkustu mótum ársins. Arnold Palmer sigraði líka á Masters 1962. Fyrsti sigur Schefflers á árinu var einmitt á Arnold Palmer mótinu á Bay hill vellinum í upphafi árs.

Glompuhöggið hjá Tom Kim í bráðabananum, boltinn var grafinn í sandinn og höggið mjög erfitt. 

Hér má sjá það helsta frá lokahringnum á mótinu.

Og hér er kappinn í stuttu viðtali eftir sigurinn.