Fréttir

Sigurður setti vallarmet í Póllandi
Sigurður Arnar glaðbeittur eftir vallarmetið.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 14:58

Sigurður setti vallarmet í Póllandi

Sigurður Arnar Garðsson, atvinnukylfingur úr GKG gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á Sand Valley vellinum í Póllandi þar sem hann var við keppni. Mótið er hluti af Nordic mótaröðinni, en hún er n.k. 3. deild atvinnumanna í Evrópu.

Sigurður lék á 65 höggum, 7 höggum undir pari á öðrum keppnisdegi. Sigurður endaði á -5 í mótinu og varð jafn í 17. sæti. 

Fleiri íslenskir keppendur voru í mótinu og stóð Axel Bóasson sig best og var í 3. sæti, Andri Þór Björnsson varð jafn í 11. sæti á -6. 

Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson  og Daníel Ísak Steinarsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn, Hákon og Aron voru á pari og Daníel var á +2.

Lokastaðan.