Fréttir

Sigurður Arnar lék best á þriðja mótinu í Póllandi
Sigurður Arnar Garðarsson var í 15. sæti í þriðja mótinu í Póllandi en han setti vallarmet í fyrsta mótinu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 21. apríl 2023 kl. 13:43

Sigurður Arnar lék best á þriðja mótinu í Póllandi

Sigurður Arnar Garðarsson lék best Íslendinganna á þriðja mótinu í vormótaröð Ecco á Nordic mótaröðinni á Sand Valley golfvellinum í Póllandi. Sigurður endaði jafn í 15. sæti á tveimur höggum undir pari.

Bjarki Pétursson og Aron Snær Júlíusson voru næstir íslensku kylfinganna, en þeir enduðu jafnir í 15. sæti á einu höggi undir pari. Andri Þór Björnsson varð í 51. sæti á +6 eftir að hafa byrjað mótið mjög vel á 67 höggum en honum gekk ekki eins vel í næstu tveimur hringjum sem hann lék á 75 og 77.

Þrír kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Axel Bóasson var í 3. og 2. sæti í fyrsta og öðru mótinu en hann náði sér ekki á strik í þriðja mótinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +2. 

Ísak Steinarsson lék 36 holurnar á +3,

Hákon Örn Magnússon á +4,

Svanberg Stefánsson á +6,

Ragnar Garðarsson á +12. 

Íslendingurinn Aron Bergsson var á +3 en hann er búsettur í Svíþjóð.

Axel er efstur Íslendinganna á stigalistanum, er í 13. sæti með 9850 stig eftir 5 mót. Sigurður Arnar Garðarsson er í 53. sæti með 1525 stig.