Fréttir

Sigur í bráðabana á RBC Heritage
Matt í rauðköflótta jakkanum sem er hluti verðlaunanna á RBC sem er eitt elsta mótið á PGA mótaröðinni.
Mánudagur 17. apríl 2023 kl. 06:04

Sigur í bráðabana á RBC Heritage

Matt Fitzpatrick sigraði á RBC Heritage mótinu í gær sem leikið var á Hilton Head í Suður Karólínu. Fitzpatrick og sigurvegari síðasta árs Jordan Spieth áttust við í griðarlega spennandi bráðabana.

Spieth virtist eiga sigurinn vísan þegar nokkrar holur voru eftir en Fitzpatrick náði að knýja fram bráðabana. Bráðabaninn byrjaði á 18. holu þar sem Spieth komst í gott fuglafæri en holan féll á pari. Næst var farið á þá 17., þar sem báðir leikmenn settu uppað stöng, Spieth þó ívið nær. Báðir klikkuðu á púttunum og því var haldið á þá 18. á ný. Eftir tvö frábær teighögg sló Fitzpatrick á undan og setti boltann 20 sentimetra frá holu með 9 járni og fuglinn gefinn. Spieth tókst ekki að ná í fugl þar sem innáhögg hans lenti illa og endaði um 10 metra frá holunni. Gríðarlega spennandi endir á frábæru golfmóti.

Þeir félagar enduðu 72 holurnar á 17 höggum undir pari. Patrick Cantlay varð í 3. sæti á -16.

Fitzpatrick hefur rækilega stimplað sig inn á síðustu árum og vann sinn fyrsta risatitil á síðasta ári þegar hann vann Opna bandaríska mótið. Með sigrinum á RBC komst hann í 8. sæti heimslistans. 

Matt Fitzpatrick var himinlifandi í leikslok enda átt sér þann draum frá því hann var ungur strákur að sigra einmitt þetta mót, þar sem fjölskylda hans fór iðulega í sumarfrá frá Sheffield á Engalndi til Hilton Head. FRábær sigur hjá Englendingnum sem færðist upp í 22. sæti á Fedex listanum með þessum sigri.

Lokastaðan á RBC.