Fréttir

Sektaður um 400 milljónir
Mánudagur 17. apríl 2023 kl. 06:14

Sektaður um 400 milljónir

Eftir hörmulega frammistöðu á Masters mótinu ákvað Rory McIllroy að draga sig úr leik á RBC Heritage mótinu sem fram fór um helgina. RBC Heritage mótið er eitt af því sem PGA mótröðin kallar stærri mótin, þar sem allir bestu kylfingar mótaraðarinnar skuldbinda sig til að mæta á.

Hver þeirra bestu má svo aðeins draga sig út úr einu slíku móti á hverju tímabili. RBC Heritage mótið var annað mótið af þeim stærri sem McIllroy hættir við þátttöku á með skömmum fyrirvara. Við því liggja há sektarviðurlög hjá PGA mótaröðinni sem mun draga 400 milljónir ($3m) af inneign McIllroy sem hann hefur unnið sér inn í PIP (Player Impact Program) sjóð mótaraðarinnar.

McIllroy var í ráðgjafarteymi PGA mótaraðarinnar sem skrifaði þessar reglur og ákvað sektarviðurlögin, sem komu til eftir að LIV mótaröðin var stofnuð. Kollegar Rory McIllroy á PGA mótaröðinni eru ekki ánægðir með framkomu hans þessu tengdu og finnst hann sína dómgreindarbrest með því að mæta ekki og fórna peningafjárhæð sem er jafn mikil og fæst fyrir sigur í móti á mótaröðinni.