Ragnhildur og Guðrún komust ekki áfram á lokaúrtökumótinu
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir voru nokkuð frá sínu besta á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina 2024 sem haldið var í Marrakech.
Guðrún Brá lék á átta höggum yfir pari (77-75-73-73) og endaði í 104. sæti. Ragnhildur endaði á +14 (76-76-77-75) og varð í 130. sæti. Niðurskurðurinn til að komast í fimmta hringinn var +1.
Þær eru báðar með þátttökurétt á LET Access mótaröðinni sem er sú næsta sterkasta í Evrópu.