Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Prófaði að spila á „way back black“-teigum eins og Bryson DeChambeau
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2024 kl. 14:44

Prófaði að spila á „way back black“-teigum eins og Bryson DeChambeau

Kylfingur dagsins hefur mestan hluta golfferils síns leikið á erlendri grundu, þó ekki sem atvinnumaður. Fyrstu golfhöggin tók hann rétt hjá Ásbyrgi og eftir að hafa náð að lækka sig niður fyrir 20 í forgjöf, virtist hann hafa lent á vegg og lítið var að frétta þar til hann flutti út til Panama vegna vinnu. Síðan þá hefur hann verið í Bandaríkjunum, fyrst í Californiu og undanfarin ár í Georgia-fylki og tók miklum framförum á COVID-tímum. Fjölskyldan kemur alltaf til Íslands á sumrin og þá er heldur betur spilað golf. Kylfingur dagsins heitir Jón H. Harðarson

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? 

Ásbyrgi, sjálfsagt um 25 ára aldurinn. 

Helstu afrek í golfinu?

Tveir titlar í meistaramóti Odds  & „Rauði Jakkinn.“

  

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Líklega þegar tveir Tucan páfuglar i Panama „réðust” a mig, ég henti kylfunni í sandinn og þorði ekki að sækja hana aftur…. þurfti að fá starfsmann... 

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Herborg Arnarsdóttir og svo Brian Krautz - Hollywood leikari. 

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Kannski, þarf að vera i litríkum fötum til að spila vel og er líklega nokkuð auðþekkjanlegur oft a vellinum.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Pútterinn stríðir mér oft. 

Aldur: 

Ekki deginum eldri enn 30 en er fæddur ´74 svo 50 er líklega rétta talan.

Klúbbur: 

Flatcreek golf & Country club, Peachtree City, GA 

Forgjöf:

8.4 (fór neðst í 5.2 í miðju COVID) 

Uppáhaldsmatur:

Mitt áhugamál er að grilla og long and low smoking nautakjot í USA, lamb/humar á Íslandi og fiskur á veitingastöðum. 

Uppáhaldsdrykkur:

Malt og appelsín.

Uppáhaldskylfingur: 

Alltaf Tiger. 

Þrír uppáhaldsgolfvellir: 

Trump National - Long Beach, California,

                         Spyglass Hill, Carmel, California,

                         Kiðjaberg á Íslandi.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 

Kiðjabergið, Oddur og Hraunið.

Erfiðasta golfholan:

Dragonfly - way back black - 720 yards par 5 - þarft að ná 265 yard á flugi til ad fá ekki víti! 

Erfiðasta höggið:      

Mér gengur oft illa með 40-55 metrana!                      

Ég hlusta á: 

Dimmu, Bubba, country, Bjarna bróður minn og bara eiginlega allt. 

Besta skor:

-2  eda 70 a Planterra Ridge Country club, GA í miðju COVID og datt niður i 5.2 i smá stund. Aldrei spilað undir pari fyrr né síðar.

Besti kylfingurinn:

Ég er bara GOAT og mikill Tiger fan frá upphafi. 

Golfpokinn

Dræver: PING G430 med graphite Design AD UD 50 gr Stiff shaft.

Brautartré: PING 430 15 gr  5 wood - Big Bertha Callaway Fusion (2017). Bara klikkar ekki og fer líklega aldrei úr pokanum. 

Járn: Taylor Made P790 med UST Recoil 780 ES Smacwrap Stiff skoftum - Customized Lukku graen (Shamrock Green).

Fleygjárn: Taylor made Hi-Lunch 54 og 58 einnig med UST Recoil.

Pútter: Evnroll EV 5.2 Mallet putter - bjargar því sem bjargað verður. 

Hanski: Taylor Made eda Nike 

Skór: Nike Air zoom Woods 20 (Scotty Sheffler skórnir, alveg geggjaðir).

Jón á erfiðustu golfholu sem hann hefur spilað, Dragon fly. Par 3, 260m!

Jón á golfvelli í Panama