Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Fréttir

PGA: John Peterson efstur eftir ótrúlegan endi á fyrsta hringnum
John Peterson.
Fimmtudagur 3. maí 2018 kl. 22:00

PGA: John Peterson efstur eftir ótrúlegan endi á fyrsta hringnum

Fyrsti hringur Wells Fargo Championship mótsins fór fram í dag. Það var mikið jafnræði með mönnum á fyrsta hringnum, en það er samt Bandaríkjmaðurinn John Peterson sem er einn í forystu.

Peterson átti hreint út sagt ótrúlegan endi á fyrsta hringnum, en hann fékk tvo erni á síðustu þremur holunum. Á sjöundu holunni sló hann ofan í úr glompu fyrir erni og og áttundu sló hann ofan í af um 90 metra færi. Hann endaði hringinn því á 65 höggum, eða sex höggum undir pari.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Þeir Peter Malnati, Tyrrell Hatton, Johnson Wagner, Keith Mitchell og Kyle Stanley eru jafnir í öðru sæti. Þeir léku allir á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari og eru einu höggi á undan næstu mönnum.

10 kylfingar eru síðan jafnir í sjöunda sæti á þremur höggum undir pari. Þar á meðal er Rory McIlroy, fyrrum efsti maður heimslistans.

Tiger Woods er á meðal keppenda, en þetta er fyrsta mótið hjá honum eftir Masters mótið. Hann lék á 71 höggi, eða parinu og er jafn í 34. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.