Pano fékk boð á Thornberry LPGA Classic
Hin 14 ára gamla Alexa Pano fékk á dögunum boð á Thornberry Creek LPGA Classic mótið sem fer fram dagana 4.-7. júlí á Thornberry Creek vellinum í Wisconsin.
Pano spilaði einmitt í þessu sama móti í fyrra en það var þá hennar fyrsta mót á LPGA mótaröðinni. Fyrr í júní spilaði hún í fyrsta sinn á Opna bandaríska mótinu.
Pano er efst á allra ungra kylfinga lista Golfweek en hún hefur nú þegar spilað á tveimur mótum á Symetra mótaröðinni á þessu ári og endað í 8. og 39. sæti. Búist er við miklu af henni á næstu árum og verður því fróðlegt að fylgjast með henni í næstu mótum á LPGA mótaröðinni.