Fréttir

Öruggur sigur Gooch í Adelaide
Sunnudagur 23. apríl 2023 kl. 08:51

Öruggur sigur Gooch í Adelaide

Taylor Gooch sigraði með glæsibrag á LIV mótaröðinni en Adelaide mótinu sem fram fór í Ástralíu lauk í dag. Mótið er talið það besta sem fram hefur farið á mótaröðinni og má segja að hún hafi fengið mikinn meðbyr eftir frábæra frammistöðu Phil Mickelson og Brooks Koepla á Masters mótinu.

Í vikunni hafa einnig borist fréttir af því að Zach Johnson fyrirliða bandaríska liðsins í Ryder Cup sé heimilt að velja þá menn af LIV mótaröðinni í lið sitt sem eru félagsmenn í PGA of America.

Taylor Gooch hafði mikla yfirburði í Adelaide. Hann lék fyrstu tvo hringina á 10 undir pari hvorn en fataðist svo flugið og lék þann þriðja á höggi yfir pari sem dugði til þriggja högga sigurs á 19 höggum undir pari.  Lið 4Aces vann sigur í liðakeppninni en það er skipað Pat Perez, Peter Uhlihein, Dustin Johnson og Patrick Reed.

Næsta mót á LIV mótaröðinki verður leikið í Singapore 28-30 apríl áður en haldið verður til Tulsa í Oklahoma dagana 12-14 maí.

Sjá klippu hér.