Myndband: Danny McCarthy illa leikinn af nýju reglunum
Það má með sanni segja að nýjar reglur sem tóku gildi 1. janúar 2019 hafi farið illa með suma kylfinga undanfarna daga. Um síðustu helgi féll Haotong Li niður um ein níu sæti og tapaði við það 12 milljónum króna vegna þess að kylfuberi hans gerðist sekur um að standa fyrir aftan Li þegar hann var byrjaður að undirbúa höggið.
Ekki eru liðnir nema rétt um fimm dagar síðan og upp er komið annað svona mál. Að þessu sinni gerðist það á PGA mótaröðinni og má eiginlega segja að þetta var öllu harðari refsing.
Margir voru ósáttir með dóminn á Haotong Li, en það má alveg búast við því að umræðan verði enn meiri að þessu sinni. Danny McCarthy var að stilla sér upp þegar kylfuberi hans stóð fyrir aftan. McCarthy stóð aftur á móti upp úr allri sinni rútínu eftir að kylfuberinn færði sig en fékk engu að síður tvö högg í víti fyrir það að kylfuberi hans hafi staðið fyrir aftan hann eftir að undirbúningur við höggið hófst.
This is even worse than Haotong Li!! Y’all did my boy @_dennymccarthy dirty!! Practice swings, no intention to hit the ball, lines HIMSELF up, AND THEN GOES INTO HIS STANCE... get outta here @PGATOUR @WMPhoenixOpen pic.twitter.com/sbBbsaaLjl
— Brad Schneider (@bschneid117) February 2, 2019
Justin Thoms tjáði sig meðal annars um málið og sagði þetta algjört rugl og að þessari reglu yrði að breyta sem fyrst.
This is ridiculous... the fact this is a penalty is mind blowing. @USGA this NEEDS to be changed ASAP... there is nothing about this rule that makes the game better https://t.co/wtPmPOcss4
— Justin Thomas (@JustinThomas34) February 2, 2019
Nú spyrja eflaust margir sig að þeirri einföldu spurningu. Var þessi breyting af hinu góða eða ekki?
Frétt uppfærð:
PGA mótaröðin sendi frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið þar sem greint var frá því að búið væri að draga vítin á McCarthy til baka. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að verið væri að vinna í að laga regluna og mætti því búast við annarri tilkynningu á næstu dögum.
Statement from PGA TOUR on Rule 10.2b(4) pic.twitter.com/LexksnNv6e
— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) February 2, 2019