LPGA: Lizette Salas frábær á þriðja hring Indy Tech mótsins
Þriðji hringur Indy Women in Tech meistaramótsins var leikinn í dag og er það Lizette Salas sem er í forystu eftir hann. Salas er á samtals 21 höggi undir pari eftir þrjá hringi, tveimur höggum á undan næstu konum.
Hringurinn hjá Salas í dag var hreint út sagt frábær. Hún fékk átta fugla og restina pör og endaði því á 64 höggum eða átta höggum undir pari.
Jafnar í öðru sæti á 19 höggum undir pari eru þær Amy Yang og Sung Hyun Park. Þær léku á 65 og 66 höggum í dag.
Lokadagur mótsins fer fram á morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála hérna.