Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

LPGA: Cho í forystu fyrir lokadaginn
Ayean Cho.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 8. febrúar 2020 kl. 10:00

LPGA: Cho í forystu fyrir lokadaginn

Þegar einum hring er ólokið á ISPS Handa Vic Open mótinu er það Ayean Cho sem er með eins höggs forystu á Madelene Sagstrom. Mótið er haldið sameiginlega af LPGA mótaröðinni og Evrópumótaröð karla en hjá körlunum er það Min Woo Lee sem er með forystu fyrir lokadaginn.

Cho byrjaði daginn þremur höggum á eftir Sagstrom, sem var í forystu. Erfiðar aðstæður voru í Ástralíu í dag en mikill vindur var á svæðinu. Aðeins fimm kylfingum tókst að leika undir pari og var Cho ein af þeim en hún kom í hús á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Hún kom sér því samtals á 12 högg undir par.

Á meðan lék Sagstrom á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari, og er hún því höggi á eftir á 11 höggum undir pari. Alena Sharp er svo ein í þriðja sæti á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.