LPGA: Belen Mozo með nauma forystu
Það er spænski kylfingurinn Belen Mozo sem er í forystu þegar einum hring er ólokið á McKayson New Zealand Open mótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mozo eru einu höggi á undan hinni kanadísku, Brooke M. Henderson, en þær eru á 15 og 14 höggum undir pari.
Mozo er búinn að leika mjög vel allt mótið, þá sérstaklega fyrstu tvo hringina. Hún lék þá á 66 og 64 höggum. Þriðja hringinn lék hún svo á 71 höggi, eða á einu höggi undir pari. Hún fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla.
Brooke átti góðan þriðja hring og kom í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún er, eins og áður sagði, á 14 höggum undir pari, einu höggi á eftir.
Það eru svo þrjú högg í næsta kylfing, en það er Brittany Lincicome.
Lokadagurinn hefst í kvöld og klárast mótið aðfaranótt sunnudags. Hægt verður að fylgjast með mótinu hérna.