Public deli
Public deli

Fréttir

Lék á 59 höggum en setti ekki vallarmet
Cameron Young komst í hóp kylfinga sem hafa leikið undir 60 höggum á PGA mótaröðinni. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2024 kl. 11:27

Lék á 59 höggum en setti ekki vallarmet

Hvernig er það að leika á 59 höggum á PGA mótaröðinni og setja ekki vallarmet? Bandaríkjamaðurinn Cameron Young gerði það á þriðja degi á Travellers mótinu um síðustu helgi en vantaði högg upp á að jafna vallarmet Jims Furyk frá árinu 2016.

Young fékk tvo erni, sjö fugla og níu pör á hringnum en lenti í smá veseni á 18. brautinni og þurfti að setja niður þriggja metra pútt fyrir pari til að klára á 59 á TPC River Highlands vellinum. Hann komst í elítuhóp þeirra sem hafa leikið á undir 60 höggum á mótaröð þeirra bestu í heiminum. Young er fjórtándi í hópnum.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hér má sjá svipmyndir frá þessum magnaða hring kappans.

Það var mikið af flottu golfi á mótinu. Hér má sjá upphafshögg hjá Ricky Fowler á 15. braut sem er stutt par 4 hola.