Fréttir

Leishman í toppbaráttunni í heimalandinu
Marc Leishman.
Fimmtudagur 29. nóvember 2018 kl. 08:00

Leishman í toppbaráttunni í heimalandinu

Ástralinn Marc Leishman er jafn í 5. sæti eftir fyrsta daginn á Australian PGA Championship mótinu sem fram fer í Queensland dagana 29. nóvember - 2. desember.

Heimamaðurinn er efsti maður heimslistans af keppendum mótsins en hann situr í 21. sæti eftir góðan árangur undanfarna mánuði.

Jake McLeod og Matt Jager eru í efsta sæti mótsins eftir einn hring en þeir eru á sex höggum undir pari, tveimur höggum á undan Leishman. Dimitros Papadatos og Jaewoong Eom deila þriðja sætinu á 5 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]