Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Íslandsmótið í holukeppni: Alfreð Brynjar og Egill Ragnar mætast í úrslitaleiknum í karlaflokki
Egill Ragnar Gunnarsson.
Laugardagur 24. júní 2017 kl. 20:47

Íslandsmótið í holukeppni: Alfreð Brynjar og Egill Ragnar mætast í úrslitaleiknum í karlaflokki

Alfreð Brynjar Kristinsson og Egill Ragnar Gunnarsson, báðir úr GKG, mætast í úrslitaleiknum í karlaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni sem fer fram um þessar mundir í Vestmannaeyjum. Úrslitaleikurinn fer fram snemma á morgun, sunnudag, og verða leiknar 26 holur í þeim leik.

Í fyrri undanúrslitaleiknum lék Alfreð Brynjar gegn Jóhannesi Guðmundssyni úr GR sem hafði verið í frábæru formi í mótinu. Alfreð Brynjar lék gott golf allan hringinn og svo fór að lokum að hann vann leikinn 3/2.

Örninn 2025
Örninn 2025

Í seinni leiknum lék Egill Ragnar gegn Stefáni Þór Bogassyni úr GR. Egill var í miklu stuði í þeim leik og vann stóran sigur, 7/5.

Ljóst er að nýtt nafn verður ritað á bikarinn á morgun en hvorki Alfreð Brynjar né Egill Ragnar hafa lyft þeim stóra hingað til. Leikurinn um þriðja sætið hefst á morgun klukkan 8:30. Úrslitaleikurinn fer svo fram 20 mínútum seinna, klukkan 8:50.

Leikir Alfreðs og Egils í Íslandsmótinu í holukeppni:

Undanúrslit: Alfreð Brynjar vann Jóhannes Guðmundsson 3/2
8-manna úrslit: Alfreð Brynjar vann Andra Má Óskarsson 1/0
Riðlakeppni: Alfreð Brynjar vann Arnór Inga Finnbjörnsson 3/2
Riðlakeppni: Alfreð Brynjar vann Emil Þór Ragnarsson 1/0
Riðlakeppni: Alfreð Brynjar tapaði gegn Birgi Birni Magnússyni á 16. holu
 
Undanúrslit: Egill Ragnar vann Stefán Þór Bogason 7/5
8-manna úrslit: Egill Ragnar vann Hákon Örn Magnússon á 20. holu
Riðlakeppni: Egill Ragnar tapaði gegn Vikari Jónassyni 1/0
Riðlakeppni: Egill Ragnar vann Viktor Inga Einarsson 3/2
Riðlakeppni: Egill Ragnar vann Hákon Harðarson 5/4

Hér er hægt að sjá úrslit leikjanna í mótinu.


Alfreð Brynjar Kristinsson.

Ísak Jasonarson
[email protected]